Þjónustustefna
Með þjónustustefnu þessari ert þú sem notandi þjónustu sem er á ábyrgð Þjónustuveitunnar, upplýst/ur um það með hvaða hætti leitast er við að tryggja að góða notendaupplifun.
Hjá Þjónustuveitunni er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á alþjóðlegum stjórnunarstaðli fyrir þjónustustjórnun og er staðlinum beitt sem viðmiði við uppbyggingu félagsins og afurða þess. Þannig verða innviðir, kerfi og ferlar Þjónustuveitunnar, svo og allra vörumerkja sem félagið setur á markað, að eins miklu leiti og hægt er í samræmi við kröfur:
-
ISO 2000 um þjónustustjórnun
Þjónustustefna Þjónustuveitunnar felur það í sér að:
-
Setja viðskiptavininn ávallt í fyrsta sætið.
-
Sníða þjónustulausnir að þörfum viðskiptavina.
-
Hanna skjóta og skilvirka þjónustuferla sem veita örugga upplifun.
-
Meðhöndla kvartanir sem gjöf og tækifæri til endurbóta.
-
Eiga rík og gagnsæ samskipti við viðskiptavini.
-
Fylgja öllum lögum og reglum í hvívetna í allri sinni starfsemi.