top of page


STAFRÆNN HRAÐALL

fyrir stjórnendur

Fyrir:

Stjórnendur, sjálfstætt starfandi og aðra einstaklinga sem starfa á eigin ábyrgð, og/eða bera marga hatta og/eða starfa undir miklu álagi. Oft eru þetta einstaklingar sem þurfa að hafa stjórn á mörgum þáttum í ólíkum kerfum, en skortir utanumhald og yfirsýn.

 

Hraðallinn tekur fyrir lausnir fyrir tímastjórnun og skipulag, fjármál, rekstur og aðrar áskoranir sem hópurinn stendur frammi fyrir.

Stafrænn hraðall fyrir stjórnendur.jpg

Fullt verð kr. 74,900

Þátttaka í kynningarhraðli kr. 36,900

Þátttaka í þróunarhraðli kr. 0,00


Skráðu þig hér! 

Smelltu á hnappinn til að óska eftir skráningu í Stafrænan hraðal Þjónustuveitunnar.

Þegar okkur hefur borist umsókn frá þér, færð þú sendan tölvupóst með skilmálum og greiðsluupplýsingum. Þú staðfestir því aðeins skráningu með greiðslu.  

Hraðall fyrir stjórnendur til að þróa þjónustu- og rekstrarhætti framtíðarinnar

Í dag er varla til sú skipulagsheild sem ekki beitir stafrænni tækni í einhverjum mæli til að liðsinna starfsmönnum við þeirra störf. En þó að þær tæknilausnir sem skipulagsheildin notar séu mjög góðar og skili því sem til er ætlast, þá ná þær oft ekki að uppfylla allar þarfir einstakra starfsmanna.

 

Stjórnendur og aðrir starfsmenn sem þurfa að halda utan um marga þætti í mörgum ólíkum kerfum, og/eða er undir miklu og stöðugu álagi, þurfa oft sjálfir að búa til sitt eigið verklag með sínum eigin stafrænu lausnum. Þeir hafa hinsvegar engan tíma aflögu til að eyða í rannsóknir og prófanir til að finna réttu lausnirnar.

Stafrænn hraðall þjónustuveitunnar

Á stafrænum hraðli Þjónustuveitunnar koma saman 6-8 þátttakendur sem starfa á sama sviði og hafa áhuga á að innleiða stafræna tækni í sína starfshætti og starfsemi.

Ekki er krafist mikillar tæknikunnáttu en til að geta tekið virkan þátt í vinnustofum er nauðsynlegt að þátttakendur hafi lágmarks læsi á sitt eigið tölvuumhverfi og einhverja reynslu af því að vinna með sína eigin tölvu og/eða snjalltæki.

Þátttakendur mæta jafnframt á vinnustofurnar með þau tæki sem þeir nota helst í sínum faglegu störfum; snjallsíma, spjaldtölvur og/eða fartölvur.

Til að allir þátttakendur njóti góðs af hraðlinum, er nauðsynlegt að hver og einn þátttakandi skuldbindi sig til að:

  • Mæta á fyrstu tvær vinnustofurnar.

  • Prófa eitt stafrænt verkfæri í sínu faglega umhverfi í eina viku.

  • Flytja stutta kynningu á niðurstöðum prófana og svara spurningum.

Þátttakendur eru hvattir til að velja sér minnst eina stafræna lausn til að vinna með næsta mánuðinn, og þá jafnframt að mæta á þriðju og síðustu vinnustofuna til að deila upplifun sinni með öðrum þátttakendum.

Þátttakendur í þróunar- og kynningarhröðlum skuldbinda sig jafnframt til að skila umsögn um upplifun sína að hraðlinum loknum.


Næstu dagsetningar stafrænna hraðla fyrir stjórnendur

Þróunarhraðall*

*Ókeypis þátttaka og einungis opinn boðsgestum.

  • Vinnustofa #1

Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Mánudaginn 4. desember 2023 kl. 19:30-22:30.

 

  • Vinnustofa #2

Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Mánudaginn 11. desember 2023 kl. 19:30-22:30.

  • Vinnustofa #3

Netfundur á Teams

Mánudaginn 8. janúar 2024 kl. 20:30-21:30.

 

Kynningarhraðall*

*Sérstakt kynningarverð til fyrstu þátttakenda, skráning öllum opin.

  • Vinnustofa #1

Reykjavík

Mánudaginn 6. maí 2024 kl. 19:30-22:30.

 

  • Vinnustofa #2

Reykjavík

Mánudaginn 13. maí 2024 kl. 19:30-22:30.

 

  • Vinnustofa #3

Netfundur á Teams

Mánudaginn 3. júní 2024 kl. 20:30-21:30.


Biðlisti

​Ef ofangreindar dagsetningar henta þér ekki, þá geturðu skráð þig á biðlista og við látum þig þá vita þegar næstu dagsetningar liggja fyrir. 

Þú einfaldlega fyllir út formið eins og þú ætlir að skrá þig í hraðal,

og hakar svo við *Biðlisti*.

bottom of page